Laugardagur 23. júlí 2005 kl. 01:04
Dottaði við akstur og endaði úti í móa
Á föstudagsmorgun kl. 07:00 var tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbraut. Engin slys urðu á fólki en einhverjar skemmdir á bifreiðinni, sem var fjarlægð með dráttarbifreið. Taldi ökumaður sig hafa dottað við aksturinn.