Dottaði undir stýri og vaknaði á umferðareyju
Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni en engin meiri háttar slys á fólki. Ökumaður sem var á ferð á Reykjanesbraut við Fitjar í Njarðvík dottaði undir stýri og vaknaði upp við að hann var að aka upp á umferðareyju. Hann reyndi að koma bifreið sinni á rétta braut en ók þá utan í umferðarskilti. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Þá varð nokkuð harður árekstur á Njarðarbraut þegar bifreið var ekið aftan á aðra. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnarvar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.