Dópsali handtekinn í Garðinum í nótt
Klukkan 00:52 í nótt stöðvaði lögreglan bifreið í Garði. Var ökumaður grunaður um fíkniefnamisferli. Í fórum ökmanns fundust um 100 grömm af meintu hassi og eitt gramm af meintu amfetamíni.
Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja efnin. Eftir yfirheyrslu var maðurinn frjáls ferða sinna.
Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að hafa ætlað að selja efnin. Eftir yfirheyrslu var maðurinn frjáls ferða sinna.