Dópaður ökumaður á reynslulausn
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðastliðnum dögum handtekið þrjá ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að einn þeirra hafði neytt amfetamíns, metamfetamíns, kannabis og ópíumblandaðs fíkniefnis. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum og var að auki á reynslulausn.
Fangelsismálastofnun var gert viðvart og boðaði hún manninn, sem er á fertugsaldri, í afplánun í gær.
Annar hinna tveggja ökumannanna viðurkenndi neyslu á amfetamíni og kannabis, og hinn reyndist hafa neytt kannabisefna, að því er sýnatökur staðfestu.