Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dómur þyngdur vegna manndráps af gáleysi
Föstudagur 10. júní 2011 kl. 00:32

Dómur þyngdur vegna manndráps af gáleysi

Hæstiréttur bætti þremur mánuðum við fangelsisdóm yfir karlmanni sem varð valdur að umferðarslysi á Grindavíkurvegi þegar hann fór yfir á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bíl sem kom á móti með þeim afleiðingum að ökumaður þess bíls lést.

Maðurinn var mjög ölvaður og án ökuréttinda var sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi í fyrra þegar Héraðsdómur dæmdi manninn í sex mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundið. Hæstiréttur þyngdi dóminn og dæmdi manninn í níu mánaða fangelsi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að hann hefði áður verið dæmdur fyrir að aka ölvaður og án ökuréttar. Í dómi Hæstaréttar segir að maðurinn hafi farið í áfengismeðferð.