Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dómþing hættir í Keflavík
Miðvikudagur 9. mars 2011 kl. 13:41

Dómþing hættir í Keflavík

Héraðsdómur Reykjaness hættir að þinga í Keflavík 1. júlí nk. og færist þingstaðurinn til Hafnarfjarðar. Hér hefur verið þingstaður héraðsdóms frá 1. apríl 1949, en þá fóru sýslumenn með dómsvald til 1. júlí 1992.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá 1992 hefur héraðsdómur haft aðsetur í Hafnarfirði en þingað reglulega í dómsalnum að Vatnsnesvegi 33, Keflavík. Suðurnesjamenn verða því að fara til Hafnarfjarðar eftir 1. júlí nk. til að sækja sinn rétt fyrir dómstólum.