Dómsmálaráðherra beri tilhlýðilega virðingu fyrir störfum Jóhanns
Stjórn Lögreglufélags Suðurnesja lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun dómsmálaráðherra að auglýsa stöðu sitjandi lögreglustjóra á Suðurnesjum laust til umsóknar. Þessi ákvörðun dómsmálráðherra á sér engin fordæmi í stjórnsýslunni og felur í sér ekkert annað en uppsögn.
Jóhann Bendiktsson er mikill liðsmaður lögreglunnar í landinu og hans mikli áhugi á löggæslumálefnum hefur haft smitandi áhrif á þá lögreglumenn sem starfa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessi mikli áhugi og dugnaður Jóhanns hefur lagt hornstein að þeim góða árangri sem hefur skapast hér við embættið.
Er það einlæg ósk okkar að dómsmálaráðherra beri tilhlýðilega virðingu fyrir störfum Jóhanns svo að þeir lögreglumenn sem starfa við embætti lögreglunnar á Suðurnesjum fái starfsfrið til áframhaldandi góðra verka, segir í yfirlýsingu frá Lögreglufélagi Suðurnesja sem send var Víkurfréttum.