Domino´s opnar með haustinu
Eins og Víkurfréttir greindu frá í maí síðastliðnum er áætlað að Domino’s Pizza hefji rekstur í Reykjanesbæ. Í vor stóðu vonir til að Domino’s myndi hefja rekstur fyrir nýliðna verslunarmannahelgi. Staðurinn er ekki enn opnaður en þó er allt á áætlun.
Páll Sigurðsson, rekstrarstjóri Domino’s Pizza, sagði í samtali við Víkurfréttir að verið sé að vinna í húsnæðinu. „Það er allt á áætlun, enda erum við svo sem ekkert stressaðir yfir þessu,“ sagði Páll. En hann vildi ekki gefa upp neina nákvæma dagsetningu. „Það er betra að vanda undirbúning og opna einhvern tímann með haustinu,“ og bætti svo við að það ætti ekki að fara fram hjá neinum þegar þeir myndu opna staðinn.
Páll Sigurðsson, rekstrarstjóri Domino’s Pizza, sagði í samtali við Víkurfréttir að verið sé að vinna í húsnæðinu. „Það er allt á áætlun, enda erum við svo sem ekkert stressaðir yfir þessu,“ sagði Páll. En hann vildi ekki gefa upp neina nákvæma dagsetningu. „Það er betra að vanda undirbúning og opna einhvern tímann með haustinu,“ og bætti svo við að það ætti ekki að fara fram hjá neinum þegar þeir myndu opna staðinn.