Djúpir skurðir við Sjávargötu
Íbúar við Sjávargötu í Njarðvík eru orðnir langþreyttir á skurðum sem standa opnir við götuna. Íslenskir aðalverktakar sjá um verkið sem er hluti af fráveituframkvæmdum fyrir Njarðvík og Keflavíkurflugvöll.
Skurðirnir hafa staðið opnir um tíma en að sögn Magnúsar Guðmannssonar hjá Verkfræðistofu Njarðvíkur sem hefur umsjón með verkinu átti að loka þeim sl. mánudag. Frágangur á þeim tafðist fram á næsta dag en skurðunum verður lokað í dag. „Það má alltaf búast við einhverjum töfum af ýmsum ástæðum“, segir Magnús en tekið skal fram að verkið sjálft er á áætlun. Þrýstileiðsla hefur verið lögð eftir götunni, niður í fjöru og 850 metra út í sjó. Framkvæmdir við sjóinn standa eitthvað lengur en skurðunum við götuna verður lokað í dag. „Þessi skurðir hafa verið óþægilega lengi opnir og skiljanlegt að íbúar séu þreyttir en það sér fyrir endann á þessu“, segir Magnús.
Skurðirnir hafa staðið opnir um tíma en að sögn Magnúsar Guðmannssonar hjá Verkfræðistofu Njarðvíkur sem hefur umsjón með verkinu átti að loka þeim sl. mánudag. Frágangur á þeim tafðist fram á næsta dag en skurðunum verður lokað í dag. „Það má alltaf búast við einhverjum töfum af ýmsum ástæðum“, segir Magnús en tekið skal fram að verkið sjálft er á áætlun. Þrýstileiðsla hefur verið lögð eftir götunni, niður í fjöru og 850 metra út í sjó. Framkvæmdir við sjóinn standa eitthvað lengur en skurðunum við götuna verður lokað í dag. „Þessi skurðir hafa verið óþægilega lengi opnir og skiljanlegt að íbúar séu þreyttir en það sér fyrir endann á þessu“, segir Magnús.