Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. ágúst 2000 kl. 14:30

Djasstónleikar í Bláa lóninu

Djasstríóið SOLEA mun halda tónleika í Bláa lóninu föstudaginn 18. ágúst. Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Aðgangur er ókeypis. SOLEA er þýskt jazztríó sem leggur metnað sinn í frumsamið efni sem ber einkenni nútíma Evrópu og Ameríku djass. Listamennirnir Markus Horn, Lars Hansen og Dieter Schmigelok spanna allt frá lýrískum ballöðum og taktföstu svingi upp í eldfiman latin-djass. Samskipti, lífskraftur og tilfinning fyrir smáatriðum einkenna tónlistarflutning þeirra félaga. Þeir tengja á smekklegan hátt nútíma djass við grunneiningar klassískrar og suður-amerískrar tónlistar. Matreiðslumeistarar Bláa lónsins bjóða upp á sérstakan djass matseðil með suðrænu ívafi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024