Diskurinn með Ljósalaginu 2002 kominn út
Á blaðamannafundi sem haldinn var nú áðan í bátasafni DUUS húsa, í tilefni af Ljósanótt 2002, afhenti Halldór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ljósalagskeppninnar, Steinþór Jónssyni formanni undirbúningsnefndar Ljósanætur fyrsta eintakið af Ljósalagsdisknum.Í samtali við Víkurfréttir sagði Halldór að það yrði strax farið að selja diskinn sem kostar 2.500 krónur:
„Íþróttafélögin í Reykjanesbæ sjá um söluna á disknum og munu ganga í hús og selja hann, auk þess sem sölufólkið verður áberandi á götum Reykjanesbæjar á Ljósanóttinni sjálfri. Allur ágóði af sölu disksins rennur beint og óskiptur til íþróttafélaganna, þannig að þetta er bæði mjög jákvætt og þeir sem kaupa diskinn fá tækifæri til að hlusta á frábær lög,“ sagði Halldór.
„Íþróttafélögin í Reykjanesbæ sjá um söluna á disknum og munu ganga í hús og selja hann, auk þess sem sölufólkið verður áberandi á götum Reykjanesbæjar á Ljósanóttinni sjálfri. Allur ágóði af sölu disksins rennur beint og óskiptur til íþróttafélaganna, þannig að þetta er bæði mjög jákvætt og þeir sem kaupa diskinn fá tækifæri til að hlusta á frábær lög,“ sagði Halldór.