Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Díselrafstöðvar gagnavers fóru í gang eftir útslátt í tengivirki á Ásbrú
Laugardagur 16. febrúar 2019 kl. 02:23

Díselrafstöðvar gagnavers fóru í gang eftir útslátt í tengivirki á Ásbrú

Rafmagnslaust í Vogum og hluta Reykjanesbæjar

 
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað að tengivirki Landsnets við gagnaver Verne Global á Ásbrú um miðnætti. Tengivirkinu hafði slegið út og pakkning brunnið þannig að reykur myndaðist.
 
Þegar tengivirkinu á Ásbrú sló út hafði það áhrif á tengivirki á Fitjum þannig að byggðin í Innri Njarðvík og í Vogum varð án rafmagns í nokkra stund. Ljós blikkuðu á Ásbrú en rafmagn fór ekki af því svæði.
 
Díselrafstöðvar gagnavers Verne fóru sjálfkrafa í gang við útsláttinn og íbúar á Ásbrú urðu vel varir við það. Bæði lagði talsverðan útblástur frá rafstöðvunum og einnig heyrðist talsvert í þeim. Þær voru þó ekki keyrðar á fullum afköstum. Til stóð að prófa þær á morgun en menn komust að því í kvöld að þær virkuðu allar með ágætum.
 
Á samfélagsmiðlum bæði í Vogum og Innri Njarðvík er talsverð óánægja með tíðan útslátt á rafmagni að undanförnu. Það er jafnframt greint frá því að heimilistæki og tölvur séu að skemmast vegna rafmagnstruflana.
 
Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru við gagnaver Verne Global um og eftir miðnætti. Á myndunum má sjá reykinn sem leggur frá díselrafstöðvunum og heyra í þeim hávaða sem íbúar á Ásbrú urðu svo sannarlega varir við.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024