Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Delta með sjálfvirka töskuinnritun í flugi til Íslands
    Sjálfvirka töskumóttakan á flugvellinum í St Paul-Minneapolis notast við myndlesara og rafræn vegabréf til að tengja saman tösku og eiganda hennar
  • Delta með sjálfvirka töskuinnritun í flugi til Íslands
    Boeing 757 frá Delta lendir á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 31. maí 2017 kl. 14:01

Delta með sjálfvirka töskuinnritun í flugi til Íslands

-Verður í boði á flugvellinum í St Paul-Minneapolis

Flugfélagið Delta býður upp á sjálfvirka innritun á töskum á flugvellinum í St Paul-Minneapolis í sumar. Farþegar Delta á leið til Íslands geta þá innritað sig að öllu leyti sjálfir ásamt töskunum.

Delta er fyrsta bandaríska flugfélagið sem tekur sjálfvirka töskuinnritun í notkun og hefur fjárfest fyrir 60 milljónir króna í búnaðinum. Farþegar með rafræn vegabréf geta innritað töskur sínar sjálfir. Myndlesari sér um að tengja andlit farþegans við vegabréfið í töskumóttökunni.

„Sífellt fleiri Íslendingar ferðast nú til Bandaríkjanna til að nýta sér sterkt gengi krónunnar,“ segir Jan Feenstra, sölustjóri Delta á Norðurlöndunum og í Hollandi. „Með því að bjóða upp á þessa sjálfvirku töskumóttöku er Delta að létta undir með farþegum á flugvellinum á heimleiðinni, gefa þeim meiri tíma og stuðla að sem ánægjulegustu upplifun með flugfélaginu. En að sjálfsögðu verður áfram hægt að innrita sig með hefðbundum hætti í brottfararsal Delta,“ segir Dwight James framkvæmdastjóri Atlantshafsflugs félagsins.

Daglegt áætlunarflug Delta milli Íslands og Minneapolis er nýhafið, annað árið í röð. Flogið verður daglega til 5. september. Delta flýgur allan ársins hring milli Íslands og New York.

„Áætlun Delta milli Íslands og Minneapolis gekk mjög vel í fyrra og því höfum við ákveðið að halda henni áfram,“ segir Dwight. „Á háannatímanum í sumar verðum við með alls 31 flugleiðir til 22 áfangastaða í Evrópu og þar af eru tvær þessara flugleiða til Íslands.“

Líkt og fyrri ár er flogið milli Íslands og Bandaríkjanna með Boeing 757 þotum Delta. Wi-fi tenging við internetið er í boði í fluginu. Í afþreyingarskjám við hvert sæti er boðið upp á rúmlega 300 sjónvarpsþætti, kvikmyndir, tónleika og leiki. Innifalið í fargjaldi eru allar máltíðir, áfengir og óáfengir drykkir, innritaður farangur, handfarangur og sætaval. Á Delta One lúxusfarrýminu er boðið upp á sælkeramáltíðir og svefnsæti og á Delta Comfort+ farrýminu er aukið sætabil og hægt að halla sætum helmingi meira aftur en á almennu farrými.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024