Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Delta byrjað með þriðja daglega flugið frá Bandaríkjunum
Þrjár Boeing 757 þotur Delta við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun, frá New York, Boston og Minneapolis. Delta mun fljúga daglega frá þessum áfangastöðum fram á haust. 
Föstudagur 28. maí 2021 kl. 11:54

Delta byrjað með þriðja daglega flugið frá Bandaríkjunum

Flugvél Delta Air Lines lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun, 28. maí, í fyrstu ferð ársins frá Minneapolis/St. Paul. Þar með er þriðja daglega flugáætlun Delta hafin. Flug frá New York hófst 1. maí og frá Boston 20. maí.

Alls eru 554 sæti daglega í boði í Boeing 757 vélum Delta í Íslandsfluginu. Í sumar mun Boeing 767 þota annast flugið frá New York og eykst daglegt sætaframboð þá í 612.

Ísland er fyrsta Evrópulandið sem heimilaði komu fullbólusettra bandarískra ferðamanna án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Ferðaþyrstir Bandaríkjamenn hafa tekið því fagnandi og sér þess merki hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu um allt land.

Það er til marks um sterka stöðu sem áfangastaðar fyrir bólusetta Bandaríkjamenn, að á ferðasíðu New York Times sl. miðvikudag er Ísland talið upp sem einn af sjö vinsælustu ferðamannastöðum Evrópu (most popular tourist destinations). Hinir eru Króatía, Frakkland, Grikkland, Ítalía, Tyrkland og Bretland.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024