Dekrað við fegurstu stúlkur Suðurnesja
Vísir.is opnaði með pomp og prakt nýjan vef í morgun. Glæsibragurinn var svo mikill að netþjónninn þeirra hrundi og síðan hefur verið gloppótt inni þar sem af er deginum. Við Víkurfrétta-menn voru spenntir að skoða vefinn hjá Vísi í morgunsárið, enda verið greint frá því að einir færustu vefhönnuðir heimsins hafi komið að hönnun síðunnar. Okkur vægast sagt brá. Þarna var Víkurfréttavefurinn mættur í öllu sínu veldi en bara í öðrum litum. Við þökkum guði fyir að hafa sett okkar síðu í loftið fyrir viku síðan, því annars hefðum við verið sakaðir um þjófnað! Til hamingju með síðuna Vísis-menn. Hönnunin er flott – eins og sjá má þegar vf.is er skoðuð...