Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Dekkjaþjófa leitað
Þriðjudagur 14. október 2014 kl. 11:47

Dekkjaþjófa leitað

84 stykkjum af notuðum negldum dekkjum stolið.

Dekkjaþjófnaður var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Farið hafði verið inn í gám á þjónustusvæði Keflavíkurflugvallar og þaðan stolið 84 stykkjum af notuðum negldum dekkjum, sem eru í eigu bílaleigu í umdæminu. Gámurinn var ólæstur, en venjan hefur verið að leggja bifreið fyrir framan hann, þegar starfsmenn hættu vinnu á kvöldin. Það var ekki gert að þessu sinni og voru dekkin horfin þegar að var komið að morgni laugardagsins.

Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við grunsamlegar mannaferðir á umræddu svæði á tímabilinu frá kl. 23:00 á föstudagskvöldið sl. til kl. 08:00 á laugardagsmorgun, eða búa yfir öðrum upplýsingum um málið,  eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 420-1800.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024