Deilt um varnarmál í bæjarráði Reykjanesbæjar
Deilt var um málefni Varnarliðsins á bæjarráðsfundi í Reykjanesbæ í morgun. Minnihlutinn gagnrýndi meint aðgerðarleysi Sjálfstæðismanna sem sögðust þvert á móti hafa unnið markvisst að því að fjölga atvinnutækifærum á Suðurnesjum og hörmuðu afstöðu minnihlutans.
Hér fylgja bókanir af fundinum:
Bókun meirihluta sjálfstæðisflokks
Á undanförnum árum hefur Reykjanesbær unnið að því að fjölga atvinnustoðum á svæðinu m.a. til að samfélagið verði ekki um of háð bandaríska varnarliðinu í atvinnusköpun. Uppbygging við alþjóðaflugvöllinn gengur mjög vel og sterkur grunnur hefur verið lagður undir tækifæri við flutningahöfnina og atvinnusvæðið í Helguvík. Unnið hefur verið að sköpun nýrra tækifæra í ferðaþjónustu með tilkomu sterkari segla á svæðinu. Menntun á svæðinu hefur verið efld til að gefa íbúum færi á að skapa sér eða sækja störf á fjölbreyttari sviðum. Unnið er að eflingu heilbrigðisþjónustu í bænum. Samkeppnishæfni bæjarins í þjónustu og umhverfi hefur styrkst á síðustu árum.
Á undanförnum árum hafa verið lagðar fram hugmyndir til forsvarsmanna ríkisins um sköpun nýrra tækifæra í tengslum við hugsanlegt brotthvarf bandaríska varnarliðsins, s.s. tengt Keflavíkurflugvelli sem miðstöð öryggismála til framtíðar, þ.m.t. Landhelgisgæslu, fíkniefna-, sjúkdóma-, hryðjuverka-, og glæpavörnum.
Reykjanesbær ítrekar að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar að flytja orrustuþotur af varnarsvæðinu setur störf hundruða íslenskra starfsmanna í hættu sem starfað hafa beint og óbeint í þjónustu við Varnarstöðina. Ríkisstjórnin þarf að skýra með hvaða hætti endurráðið verður í þau varnarverkefni sem hér verða. Fjöldi starfmanna hjá Varnarliðinu á fá ár eftir til eftirlaunaaldurs og mun eiga erfitt með að aðlagast nýjum störfum. Annar hópur hefur sérhæft sig í þjónustu við Varnarliðið og þarf tíma til aðlögunar að nýjum störfum, hvort sem þau tengjast verkefnum á alþjóðaflugvelli eða annars staðar.
Ákveðinn hefur verið fundur með forsætisráðherra og utanríkisráðherra og forsvarsmönnum Reykjanesbæjar þar sem farið verður yfir þá stöðu sem nú liggur fyrir. Reykjanesbær vill ræða þau verkefni sem ríkið þarf að taka á sig vegna breyttrar stöðu. Þá er brýnt að ræða afstöðu ríkisstjórnarinnar til styrkingar öðrum atvinnutækifærum á svæðinu. Mikilvægt er að gefa starfsfólki hjá Varnarliðinu raunhæfa von um góða vinnu á svæðinu.
Varnarliðið er annar stærsti vinnustaður á Suðurnesjum. Rúmlega helmings fækkun hefur verið í störfum Íslendinga í tengslum við varnarliðið frá 1997, en þá störfuðu á svæðinu um 1650 Íslendingar. Nú starfa þar um 750 Íslendingar. Á sama tíma hefur fjölgun starfa á alþjóðaflugvellinum farið úr 350 í 1300.
Böðvar Jónsson, Björk Guðjónsdóttir og Sigríður J. Jóhannesdóttir.
Bókun minnihluta Samfylkingar og Framsóknar
Bókun minnihlutans: ,,Við hörmum þá stöðu sem upp er komin í málefnum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og skorum á Ríkisstjórn Íslands að grípa nú þegar til þeirra aðgerða sem lágmarki þann skaða sem starfsmenn verða fyrir. Nú er lag fyrir Ríkisstjórn Íslands að fjölga atvinnutækifærum á Suðurnesjum. Við höfum ítrekað bent á að þetta gæti verið yfirvofandi en því miður hafa sjálfstæðismenn í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki séð neina ástæðu til þess að bregðast við”.
Guðbrandur Einarsson, Ólafur Thordersen og Guðný Kristjánsdóttir.
Bókun meirihluta
Það er sorglegt að þetta skuli vera framkoma frambjóðenda A-listans þegar ríður á að íbúar Reykjanesbæjar standi saman.
Hér fylgja bókanir af fundinum:
Bókun meirihluta sjálfstæðisflokks
Á undanförnum árum hefur Reykjanesbær unnið að því að fjölga atvinnustoðum á svæðinu m.a. til að samfélagið verði ekki um of háð bandaríska varnarliðinu í atvinnusköpun. Uppbygging við alþjóðaflugvöllinn gengur mjög vel og sterkur grunnur hefur verið lagður undir tækifæri við flutningahöfnina og atvinnusvæðið í Helguvík. Unnið hefur verið að sköpun nýrra tækifæra í ferðaþjónustu með tilkomu sterkari segla á svæðinu. Menntun á svæðinu hefur verið efld til að gefa íbúum færi á að skapa sér eða sækja störf á fjölbreyttari sviðum. Unnið er að eflingu heilbrigðisþjónustu í bænum. Samkeppnishæfni bæjarins í þjónustu og umhverfi hefur styrkst á síðustu árum.
Á undanförnum árum hafa verið lagðar fram hugmyndir til forsvarsmanna ríkisins um sköpun nýrra tækifæra í tengslum við hugsanlegt brotthvarf bandaríska varnarliðsins, s.s. tengt Keflavíkurflugvelli sem miðstöð öryggismála til framtíðar, þ.m.t. Landhelgisgæslu, fíkniefna-, sjúkdóma-, hryðjuverka-, og glæpavörnum.
Reykjanesbær ítrekar að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar að flytja orrustuþotur af varnarsvæðinu setur störf hundruða íslenskra starfsmanna í hættu sem starfað hafa beint og óbeint í þjónustu við Varnarstöðina. Ríkisstjórnin þarf að skýra með hvaða hætti endurráðið verður í þau varnarverkefni sem hér verða. Fjöldi starfmanna hjá Varnarliðinu á fá ár eftir til eftirlaunaaldurs og mun eiga erfitt með að aðlagast nýjum störfum. Annar hópur hefur sérhæft sig í þjónustu við Varnarliðið og þarf tíma til aðlögunar að nýjum störfum, hvort sem þau tengjast verkefnum á alþjóðaflugvelli eða annars staðar.
Ákveðinn hefur verið fundur með forsætisráðherra og utanríkisráðherra og forsvarsmönnum Reykjanesbæjar þar sem farið verður yfir þá stöðu sem nú liggur fyrir. Reykjanesbær vill ræða þau verkefni sem ríkið þarf að taka á sig vegna breyttrar stöðu. Þá er brýnt að ræða afstöðu ríkisstjórnarinnar til styrkingar öðrum atvinnutækifærum á svæðinu. Mikilvægt er að gefa starfsfólki hjá Varnarliðinu raunhæfa von um góða vinnu á svæðinu.
Varnarliðið er annar stærsti vinnustaður á Suðurnesjum. Rúmlega helmings fækkun hefur verið í störfum Íslendinga í tengslum við varnarliðið frá 1997, en þá störfuðu á svæðinu um 1650 Íslendingar. Nú starfa þar um 750 Íslendingar. Á sama tíma hefur fjölgun starfa á alþjóðaflugvellinum farið úr 350 í 1300.
Böðvar Jónsson, Björk Guðjónsdóttir og Sigríður J. Jóhannesdóttir.
Bókun minnihluta Samfylkingar og Framsóknar
Bókun minnihlutans: ,,Við hörmum þá stöðu sem upp er komin í málefnum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli og skorum á Ríkisstjórn Íslands að grípa nú þegar til þeirra aðgerða sem lágmarki þann skaða sem starfsmenn verða fyrir. Nú er lag fyrir Ríkisstjórn Íslands að fjölga atvinnutækifærum á Suðurnesjum. Við höfum ítrekað bent á að þetta gæti verið yfirvofandi en því miður hafa sjálfstæðismenn í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki séð neina ástæðu til þess að bregðast við”.
Guðbrandur Einarsson, Ólafur Thordersen og Guðný Kristjánsdóttir.
Bókun meirihluta
Það er sorglegt að þetta skuli vera framkoma frambjóðenda A-listans þegar ríður á að íbúar Reykjanesbæjar standi saman.