Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 24. ágúst 2000 kl. 10:06

Deilt um forræði stúlku í Grindavík

Tekist er á um forræði yfir níu ára gamalli stúlku í Grindavík þessa dagana. Faðir stúlkunnar kom fram í fjölmiðlum á dögunum og sagði hálfsystkini stúlkunnar hafa rænt henni.Stúlkan hélt þá til á heimili hálfsystur sinnar við Staðarvör í Grindavík. Móðir stúlkunnar er látin en það var hinsti vilji hennar að hún ætti heimili hjá systur sinni. Stúlkan var kyrrsett á heimili systur sinnar af Barnaverndarnefnd Grindavíkur í nokkra daga samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna sem fjalla um neyðarráðstafanir. Stúlkan hafði flúið af heimili föður síns vegna drykkjuskapar. Í bókun barnaverndarnefndar, sem Víkurfréttir hafa undir höndum, kemur fram hræðsla barnsins við drykkjuskap föðurins. Á miðvikudagskvöldið í síðustu viku var það ætlun barnaverndarnefndar að fjarlægja barnið af heimilinu við Staðarvör þar sem systir þess býr. Fulltrúar nefndarinnar komu í fylgd lögreglu en fóru á brott án stúlkunnar. Nú hefur hún hins vegar verið send í sveit til föðurbróður síns og að sögn systkina stúlkunnar fá þau ekki að hafa samband við hana. Stúlkan á að byrja í skóla eftir nokkra daga en lögfræðingar vinna nú í málum barnsins á báðum vígstöðvum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024