Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Deilt um bílastæði við FS
Miðvikudagur 3. mars 2004 kl. 09:04

Deilt um bílastæði við FS

Töluverð umræða var í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í gærkvöldi um drög að deiliskipulagi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum ofan við skólann, á svokölluðu Holti. Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gagnrýndi þessar tillögur og sagðist telja að svæðið ofan við skólann væri verndað. Jóhann sagðist frekar vilja sjá bílastæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja staðsett aftan við Reykjaneshöllina og að göngustígur yrði lagður frá þeim að skólanum, en fyrri bæjarstjórn ræddi tillögu þessa efnis.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks ásamt Guðbrandi Einarssyni bæjarfulltrúa Samfylkingar eru hlynntir því að bílastæði verði ofan við skólann en fjallað verður um deiliskipulag í nágrenni skólans á næstu fundum Umhverfis- og skipulagsráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024