Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Deiliskipulag fyrir Thorsil kísilverið samþykkt hjá Umhverfis- og skipulagsráði
Fimmtudagur 28. maí 2015 kl. 18:07

Deiliskipulag fyrir Thorsil kísilverið samþykkt hjá Umhverfis- og skipulagsráði

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi fyrir lóð Thorsil í Helguvík. Einnig hefur Umhverfisstofnun auglýst tillögu að starfsleyfi fyrir nýtt kísilver Thorsil.

Eftir ítarlega skoðun þeirra athugasemda sem bárust vegna tillögunnar um breytt deiliskipulag og að fengnu áliti sérfræðinga og stofnana var niðurstaða Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar sú að fyrirhuguð stóriðja í Helguvík muni vera innan þeirra mengunarmarka sem krafist er í lögum, reglum og starfsleyfum. Ráðið telur einnig að deiliskipulagsbreytingin samræmist aðalskipulagi Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar mun setja skýra skilmála um vöktun og mengunarvarnir í greinargerð með deiliskipulaginu og leitast þannig við að tryggja að framtíðarstarfsemi í Helguvík muni standast þær kröfur sem gerðar eru til stóriðju í nálægð við íbúabyggð.

Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju Thorsil í Helguvík verður auglýst á tímabilinu 28. maí til 25. júní, auk þess sem stofnunin mun halda opinn kynningarfund um tillögu sína.

Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík mun veita á annað hundrað manns örugg og vel launuð störf við iðnframleiðslu og hafa jákvæð áhrif á rekstur Reykjanesbæjar vegna beinna og óbeinna tekna sem skapast vegna starfseminnar. Þannig er gert ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins og Helguvíkurhafnar vegna starfsemi Thorsil verði yfir 700 milljónum króna á ári fyrstu tíu árin, segir í fréttatilkynningu frá Thorsil.