Deildarmyrkvinn brosti við ljósmyndara Víkurfrétta
Deildarmyrkvi á sólu náði hámarki kl. 22:01 í kvöld en rétt í þann mund sem myrkvinn náði hámarki þá rofaði örlítið til í skýjunum sem hafa hulið sólina í kvöld og náði ljósmyndari Víkurfrétta þessum myndum í Keflavík
Myrkvinn hófst klukkan 21:14 og náði hámarki nú klukkan 22:01 og huldi tunglið þá um 46% af þvermáli sólar.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson