Dauður minkur undir svefnherbergisglugganum
Íbúa við Heiðarholt brá heldur betur í brún þegar honum var litið úr um svefnherbergisgluggann á íbúð sinni. Þar lá steindauður minkur í blóði sínu.Ekki er vitað hvernig minkurinn komst á þessar slóðir og hvort hann hafi verið drepinn þarna af öðru dýri eða hræinu komið fyrir eftir að það hafði verið drepið.
Íbúinn hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sem vildi ekkert gera í málinu en það kom síðan í hlut starfsmanna Reykjanesbæjar að fjarlægja dýrið.
Íbúinn hafði samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sem vildi ekkert gera í málinu en það kom síðan í hlut starfsmanna Reykjanesbæjar að fjarlægja dýrið.