Datt í stiga á djamminu
Maður féll í stiga á skemmtistað í Keflavík í nótt og kenndi til eymsla í öxl. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Lögreglumenn fundu meint fíkniefni við leit á grunsamlegum aðila í nótt. Sá var handtekinn og færður til stöðvar þar sem skýrsla var tekin af honum. Að henni lokinni var hann frjáls ferða sinna.
Annars var næturvaktin nokkuð róleg að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þó þurfti lögreglan að hafa afskipti í tvígang af ölvuðu fólki sem var ekið heim og einn ökumaður var stöðvaður í Keflavík grunaður um ölvun við akstur.