Datt á trampólíni og fékk hjólabretti í höfuðið
Nokkuð hefur verið um slys í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu. Ungur piltur datt á trampólíni og fékk hjólabretti í höfuðið. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Þá féll karlmaður úr stiga og var fallið um þrír metrar. Hann var einnig fluttur á Heilbrigðisstofnun þar sem vakthafandi læknir kannaði meiðsl hans.
Loks datt erlendur kennari, sem var á ferð með hóp barna í Bláa lóninu, í stiga. Hann fór úr axlarlið við byltuna.