Dátarnir tæmdu barinn
Rúmlega 150 þyrstir bandarískir dátar fylltu Kránna Paddy´s í veðurblíðunni í gær. Þeir létu þar aldeilis til sín taka á barnum, en frá því um kvöldmatarleyti til miðnættis tókst þeim að gjörsamlega tæma barinn á staðnum. Staðarhaldarar á Paddys sögðu að á rúmum þremur tímum í gær hefðu hermennirnir drukkið líkt og um gott laugardagskvöld hafi verið að ræða hvað varðar sölu. Vinsælasti drykkur kvöldsins var eflaust vodki í orkudrykk en fljótlega kláruðust birgðir af orkudrykkjum á staðnum. Þá var brugðið á það ráð að þræða verslanir bæjarinns og allar birgðir af orkudrykkjum keyptar fyrir hermennina þyrstu.
Einnig þurfti að leita til annara skemmtistaða í bænum eftir meira áfengi. Staðurinn var þéttsetinn en allt fór vel fram. Þegar yfirmaður úr hernum mætti á svæðið og lokaði á drykkjuna klukkan rúmlega 11 þá var engu mótmælt, allir gengu hljóðlega til náða fljótlega eftir það.
Dátarnir voru staddir hérlendis til að sinna loftrýmisgæslu NATO á Íslandi. Sveitirnar höfðu verið staddar hér frá því 8. maí og í gær var væntanlegri brottför fagnað en sveitirnar fara af landi brott á fimmtudag.
Samsett mynd