„Dapurlegt útspil stjórnar sjálfstæðismanna“
Petrína Baldursdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir dapurlegt að lesa athugasemdir þær sem stjórn Sjálfstæðisfélags Grindavíkur sendi frá sér í gær vegna greinar sem hún ritaði í Járngerði, sem gefið er út af bæjarfélaginu. Yfirlýsingin var birt á heimasíðu bæjarins.
„ Ég veit svei mér ekki á hvaða plan menn eru komnir hér í pólitískum skrifum og árásum,“ segir Petrína í pistli sem hún ritaði í gær og birtist á heimasíðu bæjarins.
Hún hvetur Grindvíkinga til að lesa greinina í Járngerði „og dæma fyrir sig sjálfa hvort hún sé skrifuð í einhverri sjálfupphafningu eða til að troða á öðrum,“ eins og hún orðar það.
Pistil Petrínu má lesa hér:
Tengd frétt: