Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 22. september 2000 kl. 10:16

Danskt sement á leið til landsins

Fyrirtækið Aalborg Portland á Íslandi hf., sem er félag í eigu sementsframleiðandans Aalborg Portland A/S í Danmörku, tekur formlega í notkun nýja starfsstöð í Helguvík í dag og mun dreifa þaðan sementi til steypustöðva og byggingariðnaðar á Íslandi. Fyrsta farminum, u.þ.b. 4.000 tonnum af sementi, verður landað í lok þessarar viku. Sementið sem aðallega verður boðið upp á hér er markaðssett undir nafninu Rapid sement. Framkvæmdastjóri félagsins er Bjarni Halldórsson en hann gegndi síðast stöðu framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar h.f. á Reykhólum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024