Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dansa gegn ofbeldi í Hljómahöll
Miðvikudagur 17. febrúar 2016 kl. 06:15

Dansa gegn ofbeldi í Hljómahöll

UN Women á Íslandi stendur fyrir dansbyltingunni Milljarður rís um allt land næsta föstudag, 19. febrúar klukkan 11:45. Á Suðurnesjum verður dansað í Hljómahöllinni. Í ár er dansinn tileinkaður konum á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín.
 
Allir eru hjartanlega velkomnir í Hljómahöllina til að taka þátt í dansbyltingunni. Hugmyndin er að með samtakamætti láti heimsbyggðin til sín taka. Í tilkynningu frá UN Women segir að yfir milljarður karla, kvenna og barna komi saman til að dansa fyrir réttlæti og fyrir heimi þar sem allir fái að njóta sömu tækifæra.
 
Er þetta í fjórða sinn sem UN Women stendur fyrir dansbyltingu hér á landi. Samtökin hvetja alla til að rísa upp gegn ofbeldi og mæta með „Fokk ofbeldi húfu“ með sér í dansinn, bera hana með stolti og vekja fólk um leið til vitundar um hið margslungna ofbeldi og óöryggi sem konur á flótta og börn þeirra búa við um þessar mundir. UN Women á Íslandi skorar á vinnustaði, skóla og vinahópa til að mæta og taka þátt í byltingunni með dansinn að vopni.
 
Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta frá því við lok seinni heimstyrjaldar
Um 500 þúsund konur og börn flýja nú heimalönd sín og leggja leið sína til Evrópu
Talið er að 12% kvenna sem ferðast yfir Miðjarðarhafið séu barnshafandi
Gríðarleg aukning hefur orðið á mæðradauða síðan flóttamannastraumurinn hófst
Konur og stúlkur á flótta eiga í stöðugri hættu á að vera beittar ofbeldi, kynferðislegri misnotkun eða mansali
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024