Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Daninn krufinn í dag
Mánudagur 15. nóvember 2004 kl. 14:07

Daninn krufinn í dag

Lík danska hermannsins sem lést eftir höfuðhögg á skemmtistað í Reykjanesbæ um helgina verður krufið í dag. Krufningin mun fara fram á Landspítalanum í Reykjavík. Tuttugu og níu ára skoskur karlmaður hefur játað að hafa slegið manninn en segir höggið ekki hafa verið veitt af fullu afli. Lögmaður mannsins segir skjólstæðing sinn í áfalli eftir atburðinn en hann var látinn laus þar sem málið er talið upplýst. Frá þessu er greint á vefsíðunni visir.is í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024