Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Daníel meðal áhrifamestu vísindamanna samtímans
Föstudagur 20. júní 2014 kl. 10:33

Daníel meðal áhrifamestu vísindamanna samtímans

Alls eru 11 vísindamenn sem starfa á Íslandi á lista Thompson Reuters fjölmiðla- og upplýsingasamsteypunnar yfir áhrifamestu vísindamenn samtímans. Þeirra á meðal er Njarðvíkingurinn Daníel Guðbjartsson sem er vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu og rannsóknaprófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Á vef Háskóla Íslands segir að það sé einstakt afrek að komast á þennan eftirsótta lista en hann staðfestir að vísindamenn sem starfa á Íslandi eru komnir í röð þeirra allra öflugustu í heiminum í dag. Á listanum eru rúmlega 3000 vísindamenn sem að mati Thomson Reuters hafa mest áhrif á sínu vísindasviði í heiminum í dag. Listinn nær til allra greina vísinda og fræða, en hugvísindi eru þó undanskilin. Listann má finna á http://highlycited.com/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024