Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dálítill vindur en lægir í kvöld
Fimmtudagur 16. ágúst 2007 kl. 09:18

Dálítill vindur en lægir í kvöld

Faxaflói
Norðan og norðvestan 5-10 m/s, en lægir í kvöld. Léttskýjað og hiti 10 til 16 stig að deginum.
Spá gerð: 16.08.2007 06:42. Gildir til: 17.08.2007 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en smá skúrir suðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig.

Á sunnudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s og súld með köflum sunnan- og vestanlands, en víða bjart norðaustan til. Hlýnandi veður.

Á mánudag:
Suðaustanstrekkingur og víða rigning, en þurrt að kalla á Norðurlandi. Milt veður.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Breytileg átt og vætusamt, en milt veður víðast hvar.
Spá gerð: 16.08.2007 08:20. Gildir til: 23.08.2007 12:00.

Mynd: Svona var veðrið við Keflavíkurhöfn kl. 9 í morgun. Vf-mynd: Þorgils.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024