Dagur um málefni fjölskyldunnar
Opinn dagur um málefni fjölskyldunnar verður haldinn í Íþróttaakademíunni næstkomandi laugardag frá kl. 11:00 - 13:00. Þar verða m.a. veittar viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtækja í Reykjanesbæ.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar stendur fyrir deginum en þar flytur ávarp Árni Sigfússon bæjarstjóri, sr. Erla Guðmundsdóttir flytur erindið „Gefum börnum okkar minningar" og veittar verða viðurkenningar til dagforeldra og fjölskylduvænna fyrirtækja 2010.
Að lokinni dagskrá verður boðið upp á veitingar og eru allir velkomnir.
Boðið verður upp á barnagæslu á staðnum og vinkona skessunar kemur í heimsókn.