Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dagur málefna fjölskyldunnar á laugardag
Úr Fjölskyldusetrinu við Skólaveg.
Þriðjudagur 8. mars 2016 kl. 10:27

Dagur málefna fjölskyldunnar á laugardag

Dagur um málefni fjölskyldunnar verður haldinn í Fjölskyldusetrinu, Skólavegi 1, laugardaginn 12. mars nk. Dagskrá verður frá kl. 11:00 til 13:00. Boðið verður upp á kynningu, erindi og tónlistaratriði og viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtækja og dagforeldra afhentar. Barnapössun verður á staðnum og boðið upp á veitingar.

Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og því vert að gefa málefnum hennar gaum. Það hefur verið gert í Reykjanesbæ um árabil, m.a. með þessum degi. Dagskráin verður sem hér segir:

Ávarp – Jasmina Crnac
Kynning – Bókasafn Reykjanesbæjar
Erindi – Bryndís Jóna Magnúsdóttir kennari og rithöfundur
Viðurkenning til fjölskylduvænna fyrirtækja
Viðurkenning til dagforeldra
Tónlistaratriði
Veitingar

Dagskráin er öllum opin og eru foreldrar hvattir til að taka börnin með, barnagæsla á staðnum, segir í tilkynningu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024