Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Dagný Maggýjar fagnar útgáfu Á heimsenda
Þriðjudagur 27. nóvember 2018 kl. 10:51

Dagný Maggýjar fagnar útgáfu Á heimsenda

- segir sögu móður sinnar sem lést í sjálfsvígi

Dagný Maggýjar fagnar útgáfu bókar sinnar Á heimsenda á Bókasafni Reykjanesbæjar í dag en þar segir hún sögu móður sinnar sem lést í sjálfsvígi.

Dagný Maggýjar fagnar útgáfu bókar sinnar Á heimsenda á Bókasafni Reykjanesbæjar í dag kl. 18:00 en þar segir hún sögu móður sinnar sem lést í sjálfsvígi.

Bókin byggir á viðtali sem Dagný tók við móður sína þar sem hún segir frá uppvaxtarárum sínum á Langanesi og skoðað er hvaða áhrif mótlæti í æsku geta haft á geðheilsu seinna á ævinni. Þá er lýst veikindasögu Maggýjar frá því að hún fór í einfalda lýtaaðgerð og missti geðheilsuna og þar til yfir lauk.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á heimsenda er söguleg skáldsaga og jafnframt dagbók sem segir frá baráttunni við heilbrigðiskerfið og vágestinn sem þunglyndi er. Af hverri seldri bók renna kr. 500 til geðfræðslufélagsins Hugrúnar sem fræðir framhaldsskólanemendur um geðheilsu.

Fyrri bók Dagnýjar, Bruninn í Skildi kom út árið 2010 og verður hún á tilboðsverði.

Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson munu flytja nokkur lög og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir.