Dagforeldrum fjölgar í Reykjanesbæ
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar afgreiddi á fundi sínum þann 4. febrúar sl. sex ný leyfi til daggæslu barna í heimahúsum og eru því 29 starfandi dagforeldrar í Reykjanesbæ í dag. Þar af eru sjö á Vallarheiði en þar er mikill fjöldi íbúa með ung börn. Alls hafa þessir 29 dagforeldrar leyfi til daggæslu 138 barna.
Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi verktakar en leyfisveitingar og eftirlit er hjá Fjölskyldu- og félagssviði Reykjanesbæjar. Vegna mikilla fjölgunar í bæjarfélaginu síðustu misseri vantar enn dagforeldra til starfa hjá Reykjanesbæ, segir á heimasíðu bæjarfélagsins.
Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi verktakar en leyfisveitingar og eftirlit er hjá Fjölskyldu- og félagssviði Reykjanesbæjar. Vegna mikilla fjölgunar í bæjarfélaginu síðustu misseri vantar enn dagforeldra til starfa hjá Reykjanesbæ, segir á heimasíðu bæjarfélagsins.