Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 7. febrúar 2002 kl. 10:04

Dagfari GK til sölu með öllum veiðiheimildum

Ákveðið hefur verið að selja togskipið Dagfara GK 70 með öllum aflaheimildum. Um leið mun Útgerðarfélagið Njörður ehf. hætta afskiptum af útgerð eftir rúmlega aldarfjórðungs starfsemi á þeim vettvangi.Útgerðarfélagið Njörður ehf., sem er í eigu Hafliða Þórssonar, var stofnað árið 1976. Á þeim rúma aldarfjórðung, sem liðinn er frá stofnun félagsins, hefur það gert út sjö fiskiskip. Tvö hafa verið með Dagfaranafninu og hafa þau borið einkennisstafina ÞH og GK en að auki má nefna skipin Sjávarborg GK, Heiðrúnu GK, Blika ÞH, Ægir Jóhannsson ÞH og Þór Pétursson GK.
Hafliði Þórsson segir í samtali við fréttavef InterSeafood.com að hann hafi enn sem komið er ekki auglýst Dagfara GK til sölu en þeir, sem lesi þessa frétt og hafi áhuga á skipinu, geti haft samband við sig.
12,6 tonna humarkvóti er á skipinu
Dagfari GK hefur gengið undir nokkrum nöfnum í gegnum tíðina. Síðast hét skipið Mánatindur SU en margir þekkja það einnig sem Frigg VE og Sindra VE. Það er 142 brúttórúmlestir að stærð, smíðað í Noregi árið 1963. Skipið selst með veiðileyfi og öllum veiðiheimildum sem eru ríflega 400 tonn miðað við þorskígildi á fiskveiðiárinu. Þar af eru um 30 tonna grálúðukvóti og 12,6 tonna humarkvóti ef miðað er við slitinn humar.

Sjá nánar á InterSeafood.com.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024