Dagbjartur tekur við umboði VÍS í Grindavík
Nýtt útibú VÍS opnaði við Víkurbraut í Grindavík í gær. Dagbjartur Willardsson hefur nú tekið yfir umboðinu fyrir VÍS sem var áður í höndum Spkef. Í tilefni opnuninnar var boðið upp á kaffi og kræsingar í nýja húsnæðinu að Víkurbraut 46 þar sem Verkalýðsfélagið er til húsa.
Það var töluverður gestagangur hjá Dagbjarti Willartssyni vegna opnunarinnar og m.a kom Dröfn Vilmundardóttir fyrrum umboðsmaður Vís í Grindavík og færði Dagbjarti blóm í tilefni dagsins.
Mynd/EJS: Nýji og gamli umboðsmaðurinn, Dagbjartur og Dröfn.