Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmi um að lóðahafar hætti við byggingaáform
Þriðjudagur 4. júlí 2006 kl. 15:48

Dæmi um að lóðahafar hætti við byggingaáform

All margir lóðahafar í Reykjanesbæ hafa hætt við byggingaráform sín á síðustu misserum í nýjum hverfum bæjarins og mun Umhverfis- og skipulagssvið úthluta þessum lóðum til annarra aðila. Fréttir berast af miklum samdrætti á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu  og blikur eru á lofti um enn meiri samdrátt.

„Við verðum ekki varir við þennan samdrátt hér hvað lóðaúthlutanir varðar, hvað sem síðar kann verða, segir Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður, Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.

Viðar segir að helmingur þeirra 56 lóða sem um ræðir hafi verið sjávarlóðir sem ekki hafi komið til úthlutunar fyrr en nú. Hinn helmingurinn séu lóðir sem úthlutað verði einstaklingum og verktökum. Um er að ræða lóðir í Ásahverfi og Dalshverfi 1 og 2.
„Það er að ekki óeðlilegt þó eitthvað af lóðum komi til baka miðað við allan þann fjölda lóða sem úthlutað hefur verið síðustu mánuði“, sagði Viðar.

Með hertari úthlutnarreglum hafa lóðahafar þurft að greiða staðfestingargjald innan ákveðinna tímamarka.  Ef það er ekki greitt á eindaga er lóðunum úthlutað öðrum og er það helsta ástæðan fyrir því að lóðirnar koma aftur til úthlutunar, segir Viðar. Þetta staðfestingargjald nemur einum þriðja hluta af lóðarverði. Hér getur því verið um talsverða fjárhæð að ræða.

Önnur ástæða getur verið sú að fólk fái ekki þá fyrirgreiðslu sem það væntir hjá lánastofnunum, sem hafa almennt lækkað lánshlutfall í húsnæðiskaupa. Viðar segist ekki kannast við að lóðum sé skilað beint af þeim sökum.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024