Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar og ævilangrar ökuleyfissviptingar
Mánudagur 15. október 2007 kl. 12:44

Dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar og ævilangrar ökuleyfissviptingar

Ungur karlmaður var í dag dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar og ævilangrar ökuleyfissviptingar fyrir héraðsdómi Reykjaness. Dóminn fær hann fyrir akstur án  ökuréttinda, Nytjastuld og ölvunarakstur auk þess sem hann braut með því skilorð.

Hann var tekinn réttindalaus átta sinnum á tímabilinu frá 13. apríl til 30. júlí, í eitt skiptið ók hann of hratt, og í tvígang var hann undir áhrifum ávana- og fíkniefna, í annað skiptið var hann einnig ölvaður.

Þá tók hann bifreið móður sinnar ófrjálsri hendi þann 31. júlí og ók á ljósastaur í Sandgerði síðar um kvöldið undir áhrifum áfengis og eiturlyfja.

Viðkomandi hafði sex sinnum áður verið gert að greiða sektir fyrir brot á umferðarlögum og fjórum sinnum var hann sviptur réttindum. frá árinu 2004 hefur hann fimm sinnum verið dæmdur til fangelsisrefsingar, m.a. fyrir akstur án réttinda.

Þessi brot sem nú var dæmt í eru annað sinn sem hann brýtur skilorð frá fyrri dómum og þótti hæfileg refsing í þetta sinn vera sex mánuðir, þar af þrír og hálfur fyrir brotin sem nú var dæmt í.

Hann var auk þess sviptur ökuréttindum ævilangt og skal hann greiða sakarkostnað að upphæð kr. 430.748.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024