Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi
Miðvikudagur 27. febrúar 2013 kl. 14:00

Dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi

Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir innbrot og akstur undir áhrifum vímuefna.

Maðurinn, sem er fæddur árið 1991, braust inn ásamt öðrum á heimili í Reykjanesbæ fyrir ári síðan. Stálu þeir áfengi, skartgripum og startbyssu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í maí í fyrra var maðurinn tekinn fyrir akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og í júní fyrir akstur undir áhrifum áfengis án ökuréttinda.

Játaði maðurinn brot sín en hann hefur áður komist í kast við lögin vegna brota á umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.