Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 19. júní 2000 kl. 19:56

Dæmdur í árs fangelsi fyrir ölvunar- og ofsaakstur

Maður á fertugsaldri úr Reykjanesbæ var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í árs fangelsi og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa í mars í ár tekið bifreið traustataki og ekið henni undir áhrifum áfengis og sviptur ökurétti, frá Keflavík til Voga um Stapaveg, en á Stapavegi, sem er ógreiðfær malarvegur ók hann á allt að 110 km hraða á klst. og sinnti ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögreglu.Fram kom í dómnum að maðurinn hafði þrívegis áður orðið uppvís að nytjastuldi og sjö sinnum hlotið refsingu og sviptingu ökuréttar fyrir ölvunarakstursbrot. Þá hafði hann sex sinnum hlotið refsingu fyrir svonefndan sviptingarakstur. Einnig kom fram að með brotinu hefði hann rofið skilorð en hann var dæmdur til 2 ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar árið 1998 fyrir þjófnað. Í dómnum segir að maðurinn eigi sér litlar málsbætur, en þó megi líta til játningar hans fyrir dómi, þess að hann hafi greitt eiganda bifreiðarinnar sem hann stal bætur vegna tjóns, sem hann olli á bifreiðinni umrætt sinn og loks þess að hann hafi nýlega lokið áfengismeðferð, sæki AA fundi reglulega og virðist vera að reyna að ná betri tökum á lífi sínu. Bifreiðin sem maðurinn ók á ofsahraða og ölvaður er á meðfylgjandi mynd sem var tekin þegar bifreiðin og ökumnaður hennar höfðu verið færð til stöðvar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024