Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir vörslu E-taflna
Mánudagur 4. júní 2007 kl. 17:25

Dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir vörslu E-taflna

Maður á þrítugsaldri, búsettur í Reykjanesbæ, var fyrir helgi dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir „stórfellt fíkniefnabrot“, eins og segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, með því að hafa föstudaginn 14. júlí 2006, á heimili sínu, haft í vörslum sínum 418 E-töflur.

Í sömu húsleit fundust 12 pakkningar af amfetamíni, en móðir þess dæmda sagðist hafa átt þau efni og hugðist nota í væntanlegt stórafmæli.

Í dómnum segir að þó ákærði hafi tekið sig á að undanförnu hafi verið um mikið magn af hættulegum eiturlyfjum að ræða og því sé ekki ástæða til að skilorðsbinda refsinguna.

Hann var auk þess dæmdur til að greiða kr. 467.263 í sakarkostnað.

 

Dóminn kvað upp Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari.

 

Heimasíða Héraðsdómstóls Reykjaness

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024