Dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni og líflátshótun
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í Sandgerði fyrir brot gegn valdstjórninni en hann var handtekinn í byrjun desember er hann reyndi að hindra lögreglu í starfi. Nokkru síðar hótaði hann lögreglumanni lífláti.
Málavextir eru þeir að maðurinn, sem er fæddur 1966, reyndi að toga lögregluþjón af manni sem hann hafi í tökum fyrir utan skemmtistaðinn Yello. Þetta gerðist aðfaranótt sunnudagsins 2. desember. Aðfaranótt sunnudagins 24. febrúar var hinn ákærði látinn gista fangaklefa og hótaði hann þá lögreglumanni lífláti með því að segja „Ég drep þig.“
Manninum er gert að greiða 80 þúsund krónur í sekt innan fjögurra vikna en sitja ella í fangelsi í 6 daga.
Í dómsorði segir að samkvæmt sakavottorði hins ákærða hafi hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Við ákvörðun refsingar beri að líta til þess að brot gegn lögreglumanni að störfum eru litin alvarlegum augum. Til refsilækkunar horfi að ákærði játaði skýlaust brot sín auk þess sem hann var fús til að biðjast afsökunar á háttsemi sinni hjá lögreglu.