Dæmdur fyrir að rifbeinsbrjóta mann
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 33ja ára gamlan karlmann í Reykjanesbæ í tveggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar fyrir utan skemmtistaðinn Paddy’s í maí á síðasta ári. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf út ákæru vegna málsins en í henni er maðurinn sakaður um að hafa slegið mann með hnefahöggum í bringu með þeim afleiðingum að rifbein brotnuðu. Þá er sakborningi gert að greiða brotaþola rúmar 200 þúsund krónur í skaðabætur en farið var fram á tæplega 470 þúsund krónur. Einnig þarf sakborningur að greiða brotaþola 100 þúsund krónur í málskostnað.
Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Sakborningur hefður áður gerst brotlegur við lög vegna umferðarlagabrota og þjófnaðar.