Dæmdir fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti
Tveir tvítugir menn úr Reykjanesbæ voru í morgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness, annar fyrir að hóta þremur lögreglumönnum lífláti. Hinn fyrir að hafa hrækt tvívegis í andlit og á höfuð lögreglumanns og hótað honum og tveimur öðrum lögreglumönnum lífláti. Þá hótaði hann einnig að skera börn þeirra á háls. Sá var dæmdur í sjö mánuði fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundna til tveggja ára. Jafnframt er honum gert að greiða rúmlega 1240 þúsund krónur í sakarkostnað en eldri sakamál á hendur honum vegna umferðar- og fíkniefnalagabrota voru sameinuð þessu máli. Hinn var dæmdur í eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.
Málsatvik eru þau í grófum dráttum að lögreglan stöðvaði bíl við umferðareftirlit aðfaranótt laugardagsins 14. febrúar 2009 til að kanna ástand og ökuréttindi ökumanns. Sá sem hlaut þyngri dóminn sat farþegameginn og rak bílhurðina harkalega í lögreglumann sem kom að bílnum. Því næst hrækti hann tvívegis á lögreglumanninn. Hinn ákærði var handtekinn og hlutust af því nokkur átök. Félagi hans reyndi að hindra lögreglumenn við störf og hlýddi í engu fyrirmælum lögreglu. Var hann einnig handtekinn og báðir færðir á lögreglustöðina í Keflavík. Hótuðu þeir lögreglumönnunum lífláti, í lögreglubifreiðinni og eftir að á lögreglustöð var komið.
Sá sem hlaut þyngri dóminn á langan afbrotaferil að baki þar sem mörg fíkniefna- og umferðarlagabrot koma við sögu