Dæmd til að búa í skuggahúsi
Reykjanesbær hefur hafnað beiðni um kaup á einbýlishúsi í bænum. Ný álma sjúkrahússins skyggir á húsið og íbúarnir segja lóðina ónýta vegna sólarleysis og þess að þar séu þau berskjölduð fyrir augum sjúklinga og læknaliðs. visir.is greindi frá.
Hjónin sem eiga húsið, Jenný K. Ingadóttir og Ásbjörn Eggertsson, höfðu farið fram á kaupin við bæjaryfirvöld þar sem nýja álman hafi í raun ónýtt fyrir þeim lóð hússins. Bæjarráðið segir hins vegar að ekki sé fordæmi fyrir uppkaupum á fasteignum vegna ,,skerts útsýnis" og höfnuðu erindi hjónanna.
Ásbjörn segir í samtali við Fréttablaðið að þau hjón hafi flutt í hús sitt árið 1995. Þau hafi verið að heiman þegar deiliskipulag vegna byggingar nýju sjúkrahússálmunnar var auglýst og því ekki náð að gera við það athugasemdir. ,,Það er aðeins útúrsnúningur þegar bæjarráð segist ekki geta keypt húsið vegna skerts útsýnis því þetta mál snýst um miklu meira en það. Við höfum notað þessa litlu lóð sem útivistarsvæði fyrir fjölskylduna þar sem við grillum og þess háttar. Á nýju viðbygginguni er hins vegar gluggaröð þar sem allir sjúklingar, starfsfólk og gestir geta horft inn til okkar. Þetta væri kannski öðruvísi ef þarna væri íbúðarhús með venjulegu heimili," segir Ásbjörn. Að því er Ásbjörn segir nýtur nú aðeins sólar á lóðinni þegar sól er hæst á lofti. ,,Nú þegar sólin er farin að lækka aftur á lofti er að verða skuggi nánast allan daginn. Þetta er yfirþyrmandi og lóðin er okkur einfaldlega ónýt," segir hann.
Þrátt fyrir að bæjarráðið hafi hafnað erindi hjónanna á þeim grundvelli að ekki væri fordæmi fyrir slíkum kaupum nefna þau einmitt slík dæmi í erindi sínu. Þau segja að Reykjavíkurborg hafi keypt íbúð í fjölbýlishúsi í nágrenni við nýju brúna sem er í smíðum í Mjódd - einmitt vegna ,,skerts útsýnis" og að borgin hafi keypt hús í nágrenni Ráðhússins af svipuðum ástæðum.
Ásbjörn og Jenný höfðu vonast eftir að ná sáttum við bæjaryfirvöld vegna málsins en nú þegar erindi þeirra hefur verið hafnað vita þau ekki hvað taka skal til bragðs. Þau hafa reynt að selja húsið en án árangurs og virðast dæmd til að búa í skuggahúsinu. ,,Ég nenni að minnsta kosti ekki að fara í margra ára málarekstur," segir Ásbjörn.
Hjónin sem eiga húsið, Jenný K. Ingadóttir og Ásbjörn Eggertsson, höfðu farið fram á kaupin við bæjaryfirvöld þar sem nýja álman hafi í raun ónýtt fyrir þeim lóð hússins. Bæjarráðið segir hins vegar að ekki sé fordæmi fyrir uppkaupum á fasteignum vegna ,,skerts útsýnis" og höfnuðu erindi hjónanna.
Ásbjörn segir í samtali við Fréttablaðið að þau hjón hafi flutt í hús sitt árið 1995. Þau hafi verið að heiman þegar deiliskipulag vegna byggingar nýju sjúkrahússálmunnar var auglýst og því ekki náð að gera við það athugasemdir. ,,Það er aðeins útúrsnúningur þegar bæjarráð segist ekki geta keypt húsið vegna skerts útsýnis því þetta mál snýst um miklu meira en það. Við höfum notað þessa litlu lóð sem útivistarsvæði fyrir fjölskylduna þar sem við grillum og þess háttar. Á nýju viðbygginguni er hins vegar gluggaröð þar sem allir sjúklingar, starfsfólk og gestir geta horft inn til okkar. Þetta væri kannski öðruvísi ef þarna væri íbúðarhús með venjulegu heimili," segir Ásbjörn. Að því er Ásbjörn segir nýtur nú aðeins sólar á lóðinni þegar sól er hæst á lofti. ,,Nú þegar sólin er farin að lækka aftur á lofti er að verða skuggi nánast allan daginn. Þetta er yfirþyrmandi og lóðin er okkur einfaldlega ónýt," segir hann.
Þrátt fyrir að bæjarráðið hafi hafnað erindi hjónanna á þeim grundvelli að ekki væri fordæmi fyrir slíkum kaupum nefna þau einmitt slík dæmi í erindi sínu. Þau segja að Reykjavíkurborg hafi keypt íbúð í fjölbýlishúsi í nágrenni við nýju brúna sem er í smíðum í Mjódd - einmitt vegna ,,skerts útsýnis" og að borgin hafi keypt hús í nágrenni Ráðhússins af svipuðum ástæðum.
Ásbjörn og Jenný höfðu vonast eftir að ná sáttum við bæjaryfirvöld vegna málsins en nú þegar erindi þeirra hefur verið hafnað vita þau ekki hvað taka skal til bragðs. Þau hafa reynt að selja húsið en án árangurs og virðast dæmd til að búa í skuggahúsinu. ,,Ég nenni að minnsta kosti ekki að fara í margra ára málarekstur," segir Ásbjörn.