Dæmd í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karl og konu frá Sri Lanka í 45 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi þegar þau komu til landsins þann 7. október sl. Drengur á unglingsaldri sem ferðaðist með þeim var einnig með falsað vegabréf en sökum aldurs var hann ekki ákærður. Þetta kemur fram á vefsvæði Morgunblaðsins.
Fölsunin fór þannig fram að skipt var um myndir í vegabréfinum. Hjá lögreglu viðurkenndu þau brot sín.
Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli var látið líta út fyrir að um væri að ræða hjón með barn á ferðalagi en fram kom í málinu að fólkið væri ekki skylt og hefði í raun ekki hist fyrr en skömmu fyrir ferðina til Íslands.
Þegar fólkið hefur afplánað dóminn má gera ráð fyrir að þeim verði vísað frá landi. Drengurinn er í umsjón barnaverndaryfirvalda og verið er að afla upplýsinga um foreldra hans.
Af mbl.is
Myndin tengist fréttinni ekki
Fölsunin fór þannig fram að skipt var um myndir í vegabréfinum. Hjá lögreglu viðurkenndu þau brot sín.
Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli var látið líta út fyrir að um væri að ræða hjón með barn á ferðalagi en fram kom í málinu að fólkið væri ekki skylt og hefði í raun ekki hist fyrr en skömmu fyrir ferðina til Íslands.
Þegar fólkið hefur afplánað dóminn má gera ráð fyrir að þeim verði vísað frá landi. Drengurinn er í umsjón barnaverndaryfirvalda og verið er að afla upplýsinga um foreldra hans.
Af mbl.is
Myndin tengist fréttinni ekki