Dælt við Njarðarbraut
Vorverkin eru hafin í góða veðrinu og í dag hófust verkamenn frá OSN lögnum handa við að dæla upp úr stórum polli sem myndast jafnan við Njarðarbraut.
Ekkert frárennsli er á þessum stað en Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að það standi til bóta.
Þegar lokið er að dæla burt vatninu sem safnast hafði þar saman mun frárennslisröri verða komið þar fyrir svo þetta vandamál komi ekki upp aftur að ári.
Ekkert frárennsli er á þessum stað en Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að það standi til bóta.
Þegar lokið er að dæla burt vatninu sem safnast hafði þar saman mun frárennslisröri verða komið þar fyrir svo þetta vandamál komi ekki upp aftur að ári.