Dælt og dansað?
Ökumenn sem hafa verið að taka eldsneyti hjá ÓB við Fitjabakka í Njarðvík hafa ef til vill tekið eftir skemmtilegri nýjung þar á bæ. Við eldsneytisdælurnar hefur verið komið upp hátölurum og þar er leikin tónlist fyrir viðskiptavini.
„Hugmyndin kemur frá höfuðstöðvunum í Reykjavík og er áætlað að þetta verði gert á öllum ÓB stöðvum á landinu,“ sagði Steinar Sigtryggsson, umboðsmaður Olís á Suðurnesjum, í samtali við Víkurfréttir.
„Fólk er almennt ánægt með þetta og tónlistin dregur kannski hugann frá kuldanum þegar viðskiptavinir okkar eru að dæla á bíla sína,“ sagði Steinar en um þessar mundir eru það Bítlarnir sem hljóma á ÓB stöðinni við Fitjabakka. Steinar er mikill Bítlaaðdáandi og sagði við Víkurfréttir að af því tilefni væru Hljómar líklegast næstir á fóninn.
Hvort fólk muni dæla á bíla hjá sér og stíga um leið léttan dans verður að koma í ljós en það er óneitanlega betra að hlusta á ljúfa tóna en nuðið í kára.
„Hugmyndin kemur frá höfuðstöðvunum í Reykjavík og er áætlað að þetta verði gert á öllum ÓB stöðvum á landinu,“ sagði Steinar Sigtryggsson, umboðsmaður Olís á Suðurnesjum, í samtali við Víkurfréttir.
„Fólk er almennt ánægt með þetta og tónlistin dregur kannski hugann frá kuldanum þegar viðskiptavinir okkar eru að dæla á bíla sína,“ sagði Steinar en um þessar mundir eru það Bítlarnir sem hljóma á ÓB stöðinni við Fitjabakka. Steinar er mikill Bítlaaðdáandi og sagði við Víkurfréttir að af því tilefni væru Hljómar líklegast næstir á fóninn.
Hvort fólk muni dæla á bíla hjá sér og stíga um leið léttan dans verður að koma í ljós en það er óneitanlega betra að hlusta á ljúfa tóna en nuðið í kára.