Dældaði lögreglubíl eftir að hafa verið rekinn út af lögreglustöð
Einn ökumaður var stöðvaður í Reykjanesbæ í gærkvöldi grunaður um ölvun við akstur. Þá voru tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt í Reykjanesbæ grunaðir um ölvun við akstur auk þess var annar ökumaðurinn einnig grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.
Farþegi í annarri bifreiðinni sem var áberandi ölvaður var ekki sáttur við afgreiðslu lögreglu er á lögreglustöð var komið var mjög æstur og var fyrir vikið vísað út af lögreglustöðinni. Er farþeginn kom út af lögreglustöðinni blasti við honum lögreglubifreið sem hann sparkaði í og dældaði hliðarhurð lögreglubifreiðarinnar. Farþeginn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Farþeginn verður tekinn fyrir hjá rannsóknarlögreglu.